Tenglar

13. maí 2022 | Sveinn Ragnarsson

Sveitarstjórnarkosningar í Reykhólahreppi 14. maí 2022

Kosningar til sveitarstjórnar fara fram laugardaginn 14. maí 2022.  Kjósa ber fimm aðalmenn og fimm til vara.

 

Kjördeild verður á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a.

 

Kjörfundur hefst kl. 10:00  og lýkur kl. 18:00.


Kjörskrá hefur verið gefin út af Þjóðskrá Íslands og liggur hún frammi á skrifstofu Reykhólahrepps.

 

Kosningar í Reykhólahreppi eru óbundnar kosningar þar sem kosning er ekki bundin við framboð.  Allir kjósendur eru í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan því.

 

Þrír fráfarandi sveitarstjórnarmenn  hafa skorast undan endurkjöri, þau eru:

 

Embla Dögg Bachmann Jóhannsdóttir,   

Ingimar Ingimarsson, 

 Karl Kristjánsson.   

Einnig hefur Gústaf Jökull Ólafsson skorast löglega undan kjöri.

 

Kjörstjórn gerir ráð fyrir að talning atkvæða fari fram strax og kjörfundi lýkur og gengið hefur verið  frá gögnum til talningar.

 

Áhersla er lögð á að nöfn manna séu greinilega skrifuð á atkvæðaseðilinn, en atkvæði skal ekki metið ógilt þótt sleppt sé fornafni eða eftirnafni ef greinilegt er, eftir sem áður, við hvern er átt.

 

Eins og fram kemur hér að ofan skal kjósa fimm aðalmenn og fimm varamenn.

 

Kjósendum er bent á að gott er ef þeir hafa ákveðið fyrirfram hverja þeir ætla að kjósa, að mæta með tilbúinn nafnalista.  Slíkt flýtir fyrir kosningu.

 

Kjósendur eru minntir á persónuskilríki.

 

Reykhólum, 19. apríl 2022

 

 kjörstjórn Reykhólahrepps,

Steinunn Ólafía Rasmus formaður

Sandra Rún Björnsdóttir

Sveinn Ragnarsson

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31