Tenglar

30. apríl 2008 |

Sveitasælan bræðir Dagvaktarmenn

Árni hótelstjóri (t. h.) ásamt óþekktum hótelgesti. Myndir hþm.
Árni hótelstjóri (t. h.) ásamt óþekktum hótelgesti. Myndir hþm.
1 af 2

„Samstarfið hefur verið alveg frábært og það hefur allt gengið mjög vel. Ég hef ekkert undan þeim að kvarta," segir Árni Sigurpálsson, hótelstjóri í Bjarkalundi. Undanfarnar vikur hefur Dagvaktin sölsað undir sig staðinn fyrir sjálfstætt framhald af hinni ofurvinsælu Næturvakt og Árni sér til þess að engan skorti eitt eða neitt, hvorki mat né drykk. „Það er nú bara hinn almenni heimilismatur sem er borinn á borð á hverjum degi og borgarbörnin hafa síður en svo fúlsað við honum. Þau eru ekkert að biðja um pylsu og kók", segir Árni sem er daglega með um þrjátíu manns í mat.

Þegar Fréttablaðið náði tali af honum höfðu staðið yfir tökur um nóttina og hópurinn því ekki mætt í hádegismat. En um kvöldið yrði boðið upp á saltfisk með rófum og hamsatólg. Menn myndu síðan gera sér dagamun á frídegi verkalýðsins, 1. maí. „Þá verður einhver steik á boðstólum og ef það viðrar vel þá er aldrei að vita nema maður bara grilli", segir Árni sem kýs íslenskt lamb ofar öllu á grillið sitt.

Eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir skömmu hefur Jón Gnarr haft það fyrir sið að umbreytast í Georg Bjarnfreðarson, hinn skapstygga og pirraða vaktstjóra, þegar tökuvélarnar byrja að rúlla. Og fór aldrei úr karakter á meðan Næturvaktin var gerð í miðborg Reykjavíkur. Hins vegar virðist sveitasælan fyrir vestan hafa brætt bæði Jón og Georg því leikarinn Gnarr hefur leikið við hvurn sinn fingur milla takna og er afar kurteis að sögn Árna. „Já, hann var víst Georg allan tímann síðast, en núna er hann þeir báðir, Georg fyrir framan tökuvélarnar en Jón þess á milli."

 

(Fréttablaðið)

  

Athugasemdir

Gústi, mivikudagur 30 aprl kl: 14:38

Góðir!

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30