Sveitasíminn: Hvernig var hringingin á hverjum bæ?
Sú hugmynd kom upp að safna upplýsingum um hringingar á hverjum bæ í héraðinu þegar „gamli sveitasíminn“ með sveifinni var við lýði. Þá voru allnokkrir bæir saman á hverri „línu“ og hver um sig hafði sína einkennishringingu, sem samsett var úr stuttum og löngum. Hringingin heyrðist á öllum bæjum á sömu línu. Dæmi um slíkar hringingar eru „tvær stuttar og ein löng“ eða „löng, stutt, löng“. Misjafnlega margir fóru jafnan í símann þegar hann hringdi. Á einum stað var svarað en annars staðar var tólinu lyft ofurvarlega til að hlusta á samtalið.
Um aldarfjórðungur er liðinn frá því að síðustu sveitasímarnir hurfu úr notkun.
Fólk sem getur gefið upplýsingar um hringingar í núverandi Reykhólahreppi á dögum „sveitasímans“ - upplýsingar um hringingar í nærsveitum mega gjarnan koma líka - hafi samband við Hörpu í síma 894 1011 eða í tölvupósti.
Kolbrún Ólafsdóttir, sunnudagur 05 febrar kl: 00:23
Tvær stuttar og tvær langar .