Tenglar

4. febrúar 2012 |

Sveitasíminn: Hvernig var hringingin á hverjum bæ?

Sú hugmynd kom upp að safna upplýsingum um hringingar á hverjum bæ í héraðinu þegar „gamli sveitasíminn“ með sveifinni var við lýði. Þá voru allnokkrir bæir saman á hverri „línu“ og hver um sig hafði sína einkennishringingu, sem samsett var úr stuttum og löngum. Hringingin heyrðist á öllum bæjum á sömu línu. Dæmi um slíkar hringingar eru „tvær stuttar og ein löng“ eða „löng, stutt, löng“. Misjafnlega margir fóru jafnan í símann þegar hann hringdi. Á einum stað var svarað en annars staðar var tólinu lyft ofurvarlega til að hlusta á samtalið.

 

Um aldarfjórðungur er liðinn frá því að síðustu sveitasímarnir hurfu úr notkun.

 

Fólk sem getur gefið upplýsingar um hringingar í núverandi Reykhólahreppi á dögum „sveitasímans“ - upplýsingar um hringingar í nærsveitum mega gjarnan koma líka - hafi samband við Hörpu í síma 894 1011 eða í tölvupósti.

 

Athugasemdir

Kolbrún Ólafsdóttir, sunnudagur 05 febrar kl: 00:23

Tvær stuttar og tvær langar .

Bjarni Ólafsson frá Króksfjarðarnesi, sunnudagur 05 febrar kl: 01:45

Þetta er mjög skemmtileg hugmynd.
Ekki man ég nægilega margar hringingar en:
Símstöðin Kfn. var: "Löng - stutt - löng"
Ólafshús Kfn.: "Ein löng"
Tindar: "stutt - stutt- stutt"
Neyðarhringing var: "Fimm stuttar" Sem betur fer þurfti ekki að nota hafa oft.
Vona að fleiri komi með upplýsingar um hringingar og leiðrétti mig ef þetta er ekki rétt.

Þrymur Sveinsson, mnudagur 06 febrar kl: 22:47

Á Reykjanesinu voru eftirfarandi bæir á sömu símalínunni:

Seljanes, Barmar, Miðhús, Grund, Höllustaðir, Skerðingsstaðir I, Skerðingsstaðir II, Miðjanes, Hamarland, Staður, Bólstaður, Árbær - Jón, Árbær - Þórður, Laugaland.

Seljanes ..-.. Tvær stuttar ein löng tvær stuttar
Barmar – Ein löng. Þar var sími til 1968
Miðhús ..-. Tvær stuttar löng stutt
Grund ...-- Þrjár stuttar tvær langar
Höllustaðir -.. Löng tvær stuttar
Skerðingsstaðir Finnur ..-- Tvær stuttar tvær langar
Skerðingsstaðir Halldór .. Tvær stuttar
Miðjanes Játvarður .--. Stutt tvær langar stutt
Miðjanes Vilhjálmur -..- Löng tvær stuttar löng
Hamarland .-.- Löng stutt löng stutt
Staður ..- Tvær stuttar löng
Bólstaður – Ein löng
Árbær Jón .... Fjórar stuttar
Árbær Þórður -- Tvær langar
Laugaland --. Tvær langar stutt

Geiradals, Reykhóla, Gufudals og Múlahreppi var skipt niður í ákveðið marga bæi/línu.
Nú vantar upplýsingar frá hinum svæðunum. Reykhólar voru sér svæði og Þörungaverksmiðjan var með sér línu sem bar bara tengd við Króksfjarðarnes.
Vegna fötlunar sinnar var Játvarður Jökull á Miðjanesi með sérútbúin síma. Símtólið var á statífi svo hægt væri að leggja eyrað beint að tólinu. Fótstigi var komið fyrir við símann og það tengt við rafmagn. Þannig hafði Játi alltaf möguleika á að ná í Króksfjarðarnes ef rafmagnið fór. Oft gerðu Rósa og Játi sveitungum sínum greiða með að hringja í Nes með rafmagninu og sú hringing heyrðist mjög vel meðan hinar heyrðust varla! Öðlingurinn Haukur Friðriksson símstöðvarstjóri í Króksfjarðarnesi var oftast nærri og svaraði greiðlega þótt stöðin væri lokuð. Fyrst eftir að síminn kom í Reykhólasveit lá símalínan að Reykhólum þar sem einskonar símstöð var fyrstu árin. Síðan var sent með skilaboð út á bæina þegar svo bar við.
Reykhólahreppur var einn síðustu hreppanna á landinu utan hrepp norður í Skagafirði þar sem var skipt yfir í sjálfvirkan síma. Töluverð búbót var að því að fá að hirða símastaurana og nota efnið sem var tjörusoðið í girðingarstaura m.a. Símalínan var lögð um sveitina um 1935. Faðir minn Sveinn Guðmundsson var fréttaritari Morgunblaðsins um áratuga skeið. Línan var stundum leiðinleg og dofnaði eftir því sem áheyrendum fjölgaði. Moggi hafði þann háttinn á að sett var upp segulband og pabbi beðin um að lesa fréttina inn á í gengum símann. Til að ekkert færi á milli mála talaði pabbi hátt og snjallt. Síðan þegar sjáfvirki síminn kom hélt pabbi áfram að tala hátt og snjallt fyrsta kastið þrátt fyrir ámynningar mömmu um að slíkt væri óþarfi.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30