Tenglar

11. júlí 2016 |

Sveitungi ársins í Reykhólahreppi valinn

„Kæru íbúar. Sú nýbreytni verður á Reykhóladögum að þessu sinni, að velja Sveitunga ársins í Reykhólahreppi. Þá geta sveitungar sent inn tilnefningu um íbúa í sveitarfélaginu sem sett hefur mark sitt á samfélagið á einn eða annan hátt. Tilnefna má fyrir gott og jákvætt framlag til samfélagsins síðastliðið ár eða á starfsævinni,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi Reykhólahrepps og umsjónarmaður Reykhóladaga 2016.

 

Það sem þarf að koma fram í tilnefningu er:

  • Hver er tilnefndur
  • Fyrir hvaða störf
  • Hver tilnefnir

Tilnefning sendist á netfangið johanna@reykholaskoli.is merkt Sveitungi ársins. Tekið verður við tilnefningum til kl. 22 þriðjudaginn 19. júlí.

 

„Þá er bara um að gera að horfa í kringum sig og sjá alla þessa frábæru hluti sem fólkið í sveitarfélaginu er að gera,“ segir Jóhanna Ösp.

 

Og hún bætir við: „Það er ekki ég sem vel svo úr tilnefningunum, heldur er verið að setja saman nefnd eða ráð sem fer yfir þær.“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31