Tenglar

17. október 2022 | Sveinn Ragnarsson

Sviðaveisla í Sævangi 22. okt.

1 af 2

Sviðaveisla í Sævangi: Blóðgrautur, lappir, reykt og söltuð svið.


Það verður mikið um dýrðir í Sævangi fyrsta vetrardag, laugardaginn 22. október. Þá verður haldin vegleg sviðaveisla á Sauðfjársetrinu, en sú skemmtun hefur fallið niður síðustu tvö ár vegna Covid. Mikil tilhlökkun er að geta haldið veisluna að nýju. Fullt hús hefur á slíkum veislum hjá Sauðfjársetrinu frá því sú fyrsta var haldin 2012 og nokkur hefð komin á skemmtunina.

 

Á boðstólum verða ný heit svið, einnig köld svið reykt og söltuð, ný sviðasulta og reykt sviðasulta og sviðalappir með tilheyrandi meðlæti. Í eftirmat verður hinn sívinsæli blóðgrautur, rabarbaragrautur og sherryfrómas, þannig að öll ættu verða bæði södd og sæl. Skemmtiatriði verða á meðan á borðhaldi stendur. Sauðfjársetrið hefur nú fengið vínveitingaleyfi og verður selt borðvín, bjór og gos til að renna sviðunum niður með.

 

Veislustjóri á sviðaveislunni að þessu sinni er Gunnar Röngvaldsson á Löngumýri í Skagafirði og má þar með búast við að söngur og sprell verði drjúgur hluti af skemmtuninni. Ræðukona kvöldsins verður Rúna Stína Ásgrímsdóttir. Þá verður að venju spilað bingó, öllum til gleði og yndisauka. 

 

Það er Sauðfjársetur á Ströndum sem stendur fyrir sviðaveislunni. Húsið opnað kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00.

 

Aðgangur að skemmtuninni kostar krónur 6.000.- Það er vel bókað, en nokkrir miðar enn lausir. Miðapantanir eru hjá Ester Sigfúsdóttur forstöðukonu Sauðfjársetursins í síma 693-3474, einkaskilaboðum á Facebook eða á saudfjarsetur@saudfjarsetur.is.

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31