21. október 2016 | Umsjón
Sviðaveislan í Sævangi
Árleg sviðaveisla verður haldin í Sauðfjársetrinu á Ströndum í Sævangi annað kvöld, laugardag 22. október. Á boðstólum verða heit svið, reykt og söltuð, heitar sviðalappir og sviðasulta. Í eftirrétt eru blóðgrautur, rabarbaragrautur og frómas. Skemmtiatriði, söngur og sprell verða á dagskránni og ef að líkum lætur verður spilað bingó.
Veislustjóri verður hinn síkáti Bakkabóndi Árný Huld Haraldsdóttir og ræðumaður kvöldsins verður María Játvarðardóttir. Þá munu Lára Guðrún Agnarsdóttir og Kristján Sigurðsson sjá um tónlistaratriði og fjöldasöng.
Panta þarf miða í síma 693 3474 (Ester), í skilaboðum á fésbók eða í netfanginu saudfjarsetur@strandir.is. Miðaverð er kr. 4.800. Húsið opnað kl. 19, borðhald hefst kl. 20.