Tenglar

22. desember 2015 |

Svikin dýrkeypt

Þorskur / Wikipedia.
Þorskur / Wikipedia.

Í janúar verða liðin 19 ár frá því Hrönn hf. rann inn í Samherja hf. Þá hvarf Guðbjörg ÍS úr flota vestfirskra skipa. Þá var kvóti skipsins um 3.400 þorskígildistonn, en hafa ber í huga að það fiskveiðiár var aðeins 130 þúsund tonnum af þorski úthlutað á aflamarksskip. Síðan hefur kvótinn verið mun meiri í 15 ár en þá var.

 

Við samrunann var gert munnlegt samkomulag milli ísfirskra eigenda skipsins og forsvarsmanna Samherja þess efnis að skipið yfir áfram gert út frá Ísafirði. Því var mátulega trúað að það yrði efnt og til þess að róa Ísfirðinga gaf forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson út þá yfirlýsingu í útvarpi að Guggan yrði áfram gul, hún yrði áfram ÍS og að hún yrði áfram gerð út frá Ísafirði. Það var allt svikið, hvert einasta orð. Það stóð ekki steinn yfir steini, það kom í ljós að aldrei stóð til að efna heiðursmannasamkomulagið, né heldur opinberu yfirlýsinguna.

 

Vanefndirnar hafa reynst Vestfirðingum dýrkeyptar.

 

Þetta segir Kristinn H. Gunnarsson ritstjóri og fyrrv. alþingismaður í Bolungarvík m.a. undir ofanritaðri fyrirsögn í grein á vefsíðu sinni, sem hann sendi Reykhólavefnum jafnframt til birtingar. Grein hans má lesa hér í heild.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31