Tenglar

8. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is

Svipmyndir frá Báta- og hlunnindasýningunni

Eggert og Hafliði við gamla breiðfirska báta á Reykhólum.
Eggert og Hafliði við gamla breiðfirska báta á Reykhólum.
1 af 10

Hér getur að líta nokkrar myndir frá Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum, sem tekið hefur miklum stakkaskiptum síðustu árin. Allar eru þessar myndir nýjar nema tvær þær síðustu, sem hér eru birtar með samhengisins vegna, ef svo má segja, og önnur þeirra ekki einu sinni tekin á Reykhólum.

 

Á fyrstu mynd eru bátasmiðirnir Hafliði Aðalsteinsson og Eggert Björnsson við nokkra af gömlu bátunum í eigu Félags áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar. Þeirra ágætu manna og ágætu bátasmiða verður naumast getið í þessu samhengi án þess að nefna líka tvo aðra.

 

Aðalsteinn Valdimarsson var um árabil búsettur á Reykhólum og var óþreytandi við viðgerðir og endursmíði á gömlum bátum sem hann bjargaði frá eyðileggingu hér og þar við Breiðafjörð. Hann fluttist brott fyrir fáum misserum. Ef nokkuð hefur nokkurn tímann verið nokkrum manni hjartans mál, þá voru gömlu bátarnir það hjá Steina Vald enda er hann rammbreiðfirskur sjálfur eins og þeir.

 

Hjalti Hafþórsson á Reykhólum hefur ásamt hinum þremur verið einn af drifkröftum bátasafnsins. Þekktastur á þessu sviði er hann að vísu fyrir smíðina á Vatnsdalsbátnum, eftirgerð bátsleifa sem fundust í heiðnu kumli í Vatnsdal við Patreksfjörð, og fyrir bátasmíðavefinn sem hann heldur úti og geymir gríðarmikinn fróðleik um það efni.

 

Fimmta manneskjan á myndunum er Harpa Eiríksdóttir ferðamálafræðingur á Stað á Reykjanesi í Reykhólasveit, sem er framkvæmdastjóri Báta- og hlunnindasýningarinnar og veitir gestum þar leiðsögn. Jafnframt stendur hún vaktina á Upplýsingaskrifstofu ferðafólks, sem er í anddyri sýningarinnar.

 

Sjá einnig:

Vefur Bátasafns Breiðafjarðar

Bátasmíðavefur Hjalta Hafþórssonar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31