Tenglar

9. mars 2013 | vefstjori@reykholar.is

Svipmyndir frá Lionsveislunni á Reykhólum

Myndirnar tók Þórarinn Ólafsson.
Myndirnar tók Þórarinn Ólafsson.
1 af 11

Nokkuð á sjöunda tug fólks sótti saltkjöts- og bókmenntaveislu Lions á Reykhólum í gærkvöldi. Þórarinn Ólafsson í Stekkjarlundi við Berufjarðarvatn var á staðnum - hafði reyndar til þess mjög gilda ástæðu - og tók svipmyndirnar sem hér fylgja.

 

Vel rættist úr aðsókninni áður en yfir lauk. Framan af voru pantanir dræmar enda mjög stutt síðan illviðrið gekk yfir og allt var kolófært. Í rauninni var ekki alveg ljóst fyrr en daginn áður að þessum viðburði þyrfti ekki að fresta.

 

Athugasemdir

Guðjón D. Gunnarsson, sunnudagur 10 mars kl: 09:08

Gallinn við þessar myndir er, að formaðurinn er alltaf á bak við myndavélina.

Umsjónarmaður vefjarins, sunnudagur 10 mars kl: 15:39

Komnar eru hér inn tvær myndir í viðbót: Annars vegar af Karli Kristjánssyni sem flutti erindi um skáld þessa árs og hins vegar af inntöku nýrra Lionsfélaga.

Halldór Jóhannesson, sunnudagur 10 mars kl: 23:47

Þetta var mjög skemmtileg kvöldstund, maturinn mjög góður og skáldakynningin og flutningurinn á kvæðum Guðmundar frænda míns var til fyrirmyndar.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31