Svipmyndir frá Lionsveislunni á Reykhólum
Nokkuð á sjöunda tug fólks sótti saltkjöts- og bókmenntaveislu Lions á Reykhólum í gærkvöldi. Þórarinn Ólafsson í Stekkjarlundi við Berufjarðarvatn var á staðnum - hafði reyndar til þess mjög gilda ástæðu - og tók svipmyndirnar sem hér fylgja.
Vel rættist úr aðsókninni áður en yfir lauk. Framan af voru pantanir dræmar enda mjög stutt síðan illviðrið gekk yfir og allt var kolófært. Í rauninni var ekki alveg ljóst fyrr en daginn áður að þessum viðburði þyrfti ekki að fresta.
Guðjón D. Gunnarsson, sunnudagur 10 mars kl: 09:08
Gallinn við þessar myndir er, að formaðurinn er alltaf á bak við myndavélina.