4. apríl 2009 |
Svipmyndir frá árshátíð Reykhólaskóla
Árshátíð Reykhólaskóla var haldin í gærkvöldi. Samkoman hófst með skemmtun, þar sem nemendur stigu á svið með söng og leik og líka voru sýndar stuttmyndir og skyggnur. Að venju önnuðust foreldrar kaffiveitingar en að kaffinu loknu hófst diskó. Þar tóku foreldrar virkan þátt í marseringu og leikjum með yngri börnunum. Fagnaðurinn stóð til miðnættis þó að yngri hluti nemendanna væri farinn heim nokkru fyrr.
Myndirnar sem hér fylgja eru frá árshátíðinni. Smellið á til að stækka.