22. janúar 2012 |
Svipmyndir frá þorrablótinu á Reykhólum
Þórarinn Ólafsson var á þorrablóti Reykhólahrepps og tók svipmyndir eins og svo oft áður við ýmis tækifæri. Þær má að venju finna undir Ljósmyndir > Myndasyrpur í valmyndinni hér vinstra megin. Enda þótt blótið hafi verið haldið á öðrum degi þorra var þetta samt ekki fyrsta blótið á þessu ári hjá sumum sem þarna voru. Réttri viku fyrr eða nærri viku fyrir þorrabyrjun var sameiginlegt þorrablót Lions haldið í Búðardal. Ástæðan er sú, að annars hefðu fleiri en eitt blót lent á einhverri þorrahelginni í Dölunum.
Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður vefjarins, mnudagur 23 janar kl: 15:23
Síðasta myndasendingin komin frá Þórarni (10 til viðbótar) og myndirnar komnar inn í syrpuna.