Sýnileiki í stærsta markaðsátaki á Vestfjörðum
Markaðsstofa Vestfjarða hefur undanfarið haldið fundi á Patreksfirði, Reykhólum og Hólmavík og kynnt þar sameiginlegt markaðsátak sem sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa samþykkt að fara í. Fundur á Ísafirði er næst á dagskrá og verður líklega auglýstur í næstu viku. Fyrir þá sem ekki hafa komist á fundina er hér að finna skýringarmyndband.
Þetta kemur fram í frétt frá Díönu Jóhannsdóttur hjá Markaðsstofunni.
Tekin verða upp myndbönd hjá öllum þeim sem taka þátt í markaðsátakinu. Þau verða svo notuð í facebook-leik, en fyrirtækin fá einnig sitt myndband og geta notað það á sínum eigin heimasíðum.
Þátttaka í markaðsátakinu kostar kr. 30 þúsund fyrir aðila að Markaðsstofu Vestfjarða en kr. 45 þúsund fyrir aðra. Einnig munu fyrirtækin taka á móti sem vinningshöfum þeim sem velja þá í draumaferðinni sinni. Á móti fá fyrirtækin myndband og sýnileika í stærsta markaðsátaki sem Vestfirðir hafa ráðist í.
Hafið samband í síma 450 3000 eða í netfanginu travel@westfjords.is.