Tenglar

31. maí 2015 |

Sýning á gömlum myndum frá Ströndum

Heyskapur á Broddanesi laust eftir 1950
Heyskapur á Broddanesi laust eftir 1950

Ljósmyndasýning sem ber heitið Manstu? verður opnuð í Sævangi við Steingrímsfjörð kl. 15 í dag, sunnudag. Um er að ræða myndir Tryggva Samúelssonar, sem hann tók á Ströndum á árabilinu 1950-1970. Óskað er eftir aðstoð við greiningu myndefnis (fólk, tími, staðir). Sýningin er samstarfsverkefni Sauðfjársetursins með Ljósmyndasafni Íslands (Þjóðminjasafni), en þar voru myndirnar á greiningarsýningu í vetur.

 

Í tilefni dagsins verður kaffihlaðborð á boðstólum í Sævangi. Að líkindum verður sýningin uppi í allt sumar, en skipt verður út myndum að hluta öðru hverju.

 

Hér fylgir ein af myndum Tryggva Samúelssonar: Heyskapur á Broddanesi laust eftir 1950. Myndin er í eigu Þjóðminjasafnsins.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31