Tenglar

6. september 2013 | vefstjori@reykholar.is

Sýning um álagabletti opnuð í Sævangi

Álagablettur sem koma mun við sögu.
Álagablettur sem koma mun við sögu.

Kvöldskemmtun verður í Sauðfjársetrinu á Ströndum (Sævangi við Steingrímsfjörð) annað kvöld (þjóðtrúardaginn mikla 7-9-13) og hefst kl. 20. Þar verður opnuð sögu- og listasýningin Álagablettir auk þess sem flutt verður tónlist og ýmis skemmtilegur fróðleikur. Sýningin mun verða uppi á listasviðinu í Sævangi út næsta sumar.

 

Dagrún Ósk Jónsdóttir á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð hefur haft veg og vanda af undirbúningi sýningarinnar, með dyggri aðstoð föður síns. Munu Dagrún og þjóðfræðingarnir Rakel Valgeirsdóttir og Jón Jónsson miðla fróðleik um álagabletti þegar sýningin verður opnuð.

 

Frítt verður inn á skemmtunina sjálfa og sýninguna en á boðstólnum í Kaffi Kind verður dulmagnað kvöldkaffi sem kostar þúsundkall á mann. Allir eru hjartanlega velkomnir! segir Ester Sigfúsdóttir á Kirkjubóli.

 

Sauðfjársetur á Ströndum á Facebook

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31