Tenglar

28. ágúst 2012 |

Systkinin frá Gilsfjarðarmúla eru samtals 882 ára

Systkinin ellefu frá Múla: Ólafur, Guðjón, Elín, Steinn, Sigrún, Halldór, Skúli, Sigfús, Halldór, Jón Halldór og Guðjón.
Systkinin ellefu frá Múla: Ólafur, Guðjón, Elín, Steinn, Sigrún, Halldór, Skúli, Sigfús, Halldór, Jón Halldór og Guðjón.
1 af 3

„Í systkinahópnum bera þrír nafnið Halldór, einn að millinafni, og tveir nafnið Guðjón,“ segir í frétt á baksíðu Morgunblaðsins í dag undir fyrirsögninni Systkinin samtals 882 ára. Þar er greint frá systkinunum ellefu frá Gilsfjarðarmúla í núverandi Reykhólahreppi. Af þeim eru tveir bræður enn búsettir í héraðinu, þeir Halldór D. Gunnarsson (Venni) í Króksfjarðarnesi og Guðjón D. Gunnarsson (Dalli) á Reykhólum. Einnig segir þar:

 

„Á dögunum bárust fréttir af níu systkina hópi á Sardiníu sem talinn er sá elsti í heimi, en samanlagt hafa systkinin lifað í 818 ár. Systkinin hafa formlega verið skráð á heimsmetalista Guinness. Ljóst er að höfundar listans hafa ekki kembt íslenskar sveitir af mikilli natni því hér á landi má finna hóp ellefu systkina sem samtals eru 882 ára og skjóta þau því systkinunum á Sardiníu rækilega ref fyrir rass.“

 

Fréttina má lesa í heild á mynd nr. 2 ef hún er stækkuð með því að smella á hana.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30