14. október 2013 | vefstjori@reykholar.is
Systrahittingur í Barmahlíð
Systurnar Unnur Halldórsdóttir á Kambi í Reykhólasveit og Guðrún Halldórsdóttir á Patreksfirði (Unna og Gunna) hittust í dag í Barmahlíð á Reykhólum þar sem Unnur dvelst og voru það fagnaðarfundir. Guðrún kom í heimsókn frá Patreksfirði þar sem þær eru fæddar og uppaldar og ekki þótti þeim systrum lakast þegar Hrefna Hugosdóttir smellti af þeim meðfylgjandi myndum.
Unnur er fædd haustið 1916 og því orðin 97 ára en Guðrún er fædd snemma árs 1922.
Ingi Bergþór Jónasson, mivikudagur 16 oktber kl: 18:22
man eftir þeim báðum þær komu báðar í Reykhólasveit að ná sér í mannsefni önnur varð eftir í sveitinni og eignaðist stúlku sem var fermingarsystir mín ,hin flutti með sínum til Patró til að bæta það kyn sem fyrir var ,glæsilegar systur og góðir fulltrúar sinnar kynslóðar .