Tenglar

21. janúar 2016 |

Tæki til að hefla engjalöndin

Engjahefillinn á Landbúnaðarsafninu.
Engjahefillinn á Landbúnaðarsafninu.
1 af 3

Á vef Landbúnaðarsafnsins á Hvanneyri greinir frá engjahefli, einum af elstu gripum þess. Hann er eins konar þúfnaskeri, með honum skyldi reyna að skafa smáþýfi og nabba af engjalöndum svo beita mætti sláttuvél á landið. Hefillinn kom í safnið árið 1940 en talið er að hann hafi verið keyptur til landsins um 1930. „Raunar vitum við ekkert um uppruna hans eða tegund. Nema það að hann er nær örugglega útlendur,“ segir á vef safnsins.

 

Myndirnar sem hér fylgja eru af vef Landbúnaðarsafnsins. Teikningin (mynd nr. 3) er eftir Bjarna Guðmundsson prófessor á Hvanneyri. Hún á að sýna hvernig unnið mun hafa verið með verkfærinu. Þúfurnar áttu að sneiðast af eins og vörtur af hörundi undan hníf. Afskornar lögðust þúfurnar í eins konar múga, en efnið úr honum skyldi notað til þess að byggja flóðgarða á engjunum, rétt eins og gerðist með þúfnaskerann.

 

Engjahefillinn var dreginn af hestum, en reyndist víst þungur. Ekillinn þyngdi hann, enda var það nauðsynlegt ætti hefillinn að geta heflað þúfurnar brott. Þegar til kom varð reynslan af engjaheflinum ekki góð og hann mun lítið hafa verið notaður.

 

„Kannski þess vegna er hann til enn? En hugmyndin var ekki galin.“

 

Þekkja einhverjir tæki af þessu tagi?

 

Meira hér

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30