Tenglar

10. janúar 2018 | Sveinn Ragnarsson

Tækifæri fyrir ferðaþjóna

Það bjóðast ýmis tækifæri til að auglýsa svæðið okkar og ná upp samvinnu milli þeirra sem bjóða þjónustu við ferðamenn. Það getur hjálpað öllum ef hver vísar á þjónustu nágrannana og bendir ferðamönnum á hvað hægt er að gera, hvert að fara og hvað að borða. Við erum sjálf mikilvægasta auglýsingin.


Nú leitar Markaðsstofa Vestfjarða til dæmis eftir að fylla hjá sér lista á viðburðadagatali. Hvenær verða göngudagar, lukkudagar hamingjunnar, galdrahátíðir og hamingjuleikar. Hvenær eru menningarhátíðir fyrirhugaðar, dorgkeppnir, fuglaskoðunarferðir og snjóhúsabyggingar? Hvenær verður Reykhólahátíð og bátadagar, réttir og hestamannaböll, leiksýningar, útileikir, frisbígolfkeppni, íþróttamót, skíðagöngur, kvikmyndahátíðir?


Komið slíku endilega á framfæri á FB síðunni sem nefnist Ferðaþjónar á Vestfjörðum. Það hjálpar til að efla verslun, viðskipti og gleði íbúa vegna gestakomu.


Norrænir sjóðir styrkja þá sem vilja læra af nágrönnum okkar á afskekkstustu byggðum. Hægt era ð sækja um styrki sem greiða þá fyrir ferðir og fundi í þessum löndum. Ef einhverjir hafa hug á að bæta við vísýni sína og læra hvernig svipuð vandamál í ferðaþjónustu hafa verið leyst við svipaðar aðstæður á fjarlægum slóðum – þá getur atvinufulltrúinn hjálpað til við umsóknir!!

Sjá hér: https://www.ferdamalastofa.is/is/um-ferdamalastofu/frettir/opid-fyrir-umsoknir-um-styrki-fra-nata-2

 


Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31