Tenglar

23. janúar 2018 | Sveinn Ragnarsson

Tækifæri fyrir hugmyndaríkt fólk

Frá Báta- og hlunnindasýningunni
Frá Báta- og hlunnindasýningunni
1 af 3

Eru tækifærin að renna okkur úr greipum?

 

Á okkar ágætu Báta- og hlunnindasýningu á Reykhólum vantar góðan framkvæmdastjóra. Harpa Eiríksdóttir hætti nú um síðastliðin áramót.

 

Starfsemin hefur fram til þessa mótast í höndum Hörpu og hefur hún verið dugleg við að brydda upp á nýjungum sem ná bæði heimamönnum og ferðamönnum inn á sýninguna, upplýsa um afþreyingu og ferðir á öllum Vestfjörðum  og nýta samkomuhúsið til skemmtana og annarra uppákoma. Þó hefur sýningin ekki verið opin nema í örfáa mánuði á hverju ári.

 

Hlunnindasýningin hefur ekki úr miklum tekjum að moða en er mikilvæg þungamiðja menningar og sögu Breiðafjarðareyja og horfinna tíma. Í ár fékkst styrkur úr Uppbyggingarsjóði til að setja einnig upp sýningu um þang og þara og notkun hans.  En það vantar drífandi hugsjónafólk og vinnandi hendur til að reka slíkt setur með sóma.  

 

Árið 2016 setti stjórn sýningarinnar fram nýja stefnu og er gert ráð fyrir því að sýningarstarfið verði eflt, meira verði um sýningu á gömlum vinnubrögðum og notkun tækja til sjávar og sveita. Hér má nefna hvernig selskinn eru útspýtt, hvernig net eru riðin, og æðardúnn hreinsaður svo eitthvað sé nefnt. Þetta er deyjandi handverk en er samt við lýði í Reykhólahreppi.

 

Einnig var vonast til að hægt væri að halda fleiri bátasmíða-námskeið á Reykhólum. Hugmynd var einnig sett fram um að setja upp lítla bátatjörn skammt frá, börnum og ferðatröllum að leik. Hún mun vera í undirbúningi af hálfu hreppsins.

 

Það er alltaf dýrt að vera fátækur. Til að efla starfsemina þarf fjármagn, og til að fá inn fjármagn þarf starfsemin að vera öflug og bera hróður sýningar og sveitar út um land. Því er þetta nefnt, að hér liggja svo mörg tækifæri til að efla ferðaþjónustu, fjölga störfum og styrkja um leið annan rekstur. Án aðdráttarafls sem er auglýst fyrir ferðafólk þá fær Reykhólahreppur ekki sinn hluta af tekjum af ferðamönnum sem landið nýtur, færri koma í sund og þaraböð, færri versla í búðinni. Ef hins vegar er margt forvitnilegt hingað að sækja er hægt að lengja dvöl ferðamanna og fá meiri veltu.

 

Þetta veltur mikið á hugarfari og samtakamætti heimamanna. Það breytir miklu að vera jákvæðir gagnvart þjónustu nágtrannans og hvetja unga fólkið til að helga sig nýjum störfum í heimabyggð? Þar liggur beinast við að efla ferðaþjónustu og beita hugkvæmni, uppörvun og jákvæðni.

 

María Maack, atvinnumálafulltrúi, s. 863 6509  mmaaria@atvest.is

      

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31