Tenglar

19. maí 2009 |

Tækifæri í markaðssókn í fuglaskoðun

Ferðaþjónustan sér tækifæri til aukinnar markaðssóknar í fuglaskoðun. Talið er að um tuttugu milljónir manna í Bandaríkjunum fari í fuglaskoðunarferðir á hverju ári. Í Bretlandi eru 1,3 milljónir manna í fuglaskoðunarsamtökum landsins. Nú hefur verið ákveðið að stofna sérstök samtök hér á landi í þeim tilgangi að bjóða upp á þjónustu við þennan markhóp. Á nokkrum stöðum á landinu er búið að setja upp sérstök fuglaskoðunarhús. Þeir sem til þekkja segja að slíkum húsum þurfi að fjölga verulega og gera fuglaskoðunarfólki betur kleift að sinna þessu áhugamáli. Samtökin verða stofnuð á morgun á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík.

 

Þess má geta, að við Langavatn skammt neðan við þorpið á Reykhólum var byggt fuglaskoðunarhús fyrir nokkrum árum. Þangað liggur merktur göngustígur þar sem á leiðinni má sjá fjölda fuglategunda. Ekkert svæði á landinu státar af fleiri tegundum fugla en Reykhólahreppur, en mestur hluti Breiðafjarðareyja er innan vébanda hans. Í héraðinu er m.a. helsta búsvæði íslenska hafarnarins en um 70% af stofninum býr og verpir við Breiðafjörð og í eyjum Breiðafjarðar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30