5. apríl 2020 | Sveinn Ragnarsson
Tækifæri í þaraskógum við Ísland
Efni úr rauðþörungum kunna að gagnast gegn veirum.
Í dag birti Íslenski sjávarklasinn nýja greiningu um tækifæri í þaraskógum við Ísland á bæði íslenski og ensku. Þar er spurt hvort víðfeðmir þaraskógar við Íslandsstrendur geti orðið enn ein stoðin í eflingu landsins sem matvæla- og heilsuefnalands?
Þang og þara má finna allt í kringum landið og talið er að nýta megi mun meira af honum á sjálfbæran hátt en gert er í dag og búa til atvinnugrein sem velt getur tugum milljarða. Þá eru rannsóknir að sýna að efni sem unnin eru úr þangi hafa margháttuð lækninga- og forvarnagildi. Þar hafa m.a. komið efni unnin úr rauðþörungum (red algae) sem kunna að nýtast í baráttunni við veirufaraldra.
Greininguna í heild sinni á íslensku má lesa hér.