23. mars 2020 | Sveinn Ragnarsson
Tækifæri í veirufaraldri
Þegar ljóst var að sett yrði á samkomubann og tilmæli lágu fyrir um að fólk héldi helst a.m.k. 2 m. bili sín í milli, var ákveðið hjá Reykhólahreppi að loka sundlauginni og eldhúsi skólans.
Þó þessar lokanir séu á engan hátt fagnaðarefni, þá gafst þarna tækifæri til að ráðast í endurbætur og löngu tímabært viðhald.
Núna fyrir helgina var búið að hreinsa allar innréttingar úr búningsklefum og sturtum í sundlauginni og sömuleiðis er eldhúsið í skólanum tómt. Það verður gaman að sjá þegar þetta verður tilbúið.
Myndirnar tók Guðmundur Ingiberg Arnarsson.
Gunnbjörn Óli Jóhannsson, mnudagur 23 mars kl: 18:25
Gott framtak að nýta tímann i þessar framkvæmdir
Sérstaklega ánægjulegt með framkvæmdir við Grettislaug
Gangi ykkur vel
Kv Gunnbjörn Óli