Tækifæri í vetrarferðamennsku við Breiðafjörð
„Vöruþróun vetrarferða á Vesturlandi og Vestfjörðum er í samstarfi við Sæferðir og ferðaskrifstofuna Safaris sem skipuleggur ævintýraferðir á 4x4 bílum. Svæðið hefur til þessa ekki verið þekkt fyrir vetrarferðaþjónustu,“ segir Guðrún í samtali við Skessuhornsvefinn, en hún er jafnframt verkefnisstjóri klasans.
Mikill áhugi er meðal ferðaþjónustuaðila innan klasans að lengja ferðamannatímann og nýta betur fjárfestingu, mannafla og þekkingu til að skapa fleiri heilsársstörf í ferðaþjónustunni.
„Tækifærin eru fjölmörg á svæðinu, m.a. fyrir 4x4 jeppaferðir með litla og meðalstóra hópa að vetri. Fjarlægðin frá höfuðborginni er um tveggja tíma akstur, aðgengi að svæðinu er gott og með ferðum Breiðafjarðarferjunnar Baldurs eru sunnanverðir Vestfirðir aðgengilegir þrátt fyrir oft slæma færð á vegum landleiðina og tilfallandi ófærð á fjallvegum. Ferjan er tengingin milli svæðanna og skapar fjölbreyttari möguleika þeirra sem vilja ævintýraferðir með 4x4 bílum,“ segir Guðrún.
Nánar er sagt frá fundinum á skessuhorn.is.
Sveinn Ragnarsson, mivikudagur 24 mars kl: 12:42
Myndin sem fylgir þessari grein er úr Þorskafirði, tekin frá Hjöllum ef mér sýnist rétt. Berufjörðurinn er fallegur líka, en hálf klaufalegt þegar fjallað er um ferðaþjónustu, að hafa ekki réttan myndatexta með.