Tenglar

10. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Tækifæri til nýsköpunar í sveitum

Víða eru tækifæri fyrir bændur til að auka verðmæti afurða sinna og fyrir nýsköpunarfyrirtæki að byggja á nýtingu landbúnaðarafurða, að sögn Bryndísar Geirsdóttur hjá kvikmyndafyrirtækinu Búdrýgindi. Hún átti frumkvæði að málþinginu Nýsköpun og framtíðarsýn í sveitum sem haldið var í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri um helgina.

 

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

 

Meðal fyrirlesara var Davíð Freyr Jónsson, frumkvöðull í sjávarnytjum. Hann flutti fyrirtæki sitt Arctic Seafood í Borgarnes, þar sem hann ásamt Matís og öðrum er að setja upp matarsmiðju þar sem fólki gefst færi á að hanna og þróa vörur til matvælaframleiðslu. Arnheiður Hjörleifsdóttir, bóndi á Bjarteyjarsandi, og Guðrún Bjarnadóttir, eigandi Hespu, voru einnig með erindi á þinginu.

 

Verkefni á borð við Stefnumót hönnuða og bænda, hugmyndafræði Slow Food hreyfingarinnar og starf Matís er bæði ómetanlegt og dýrmætt þeim sem hyggjast leggja út í frumkvöðlastarf á þessu sviði, að sögn Bryndísar. Hún hefur á undanförnum árum kynnst sveitunum og samfélaginu á Vesturlandi vel og segir fólkið þar mjög hugmyndaríkt og áhugasamt um nýsköpun í afurðaframleiðslu.

 

„Á Erpsstöðum er framleiddur rjómaís, ostar og skyrkonfekt, en konfektið fékk nýlega alþjóðleg verðlaun og er gott dæmi um samvinnu hönnuða og bænda,“ segir Bryndís.

 

Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, fjallaði um tækifæri ungs fólks í sveitum. Hann sagði að skólinn væri að svara kalli samtímans og bjóða fólki upp á nám í matvælarekstrarfræði, sem er hagnýtt nám fyrir alla sem vilja auka virði afurða sinna.

 

Kvikmyndafyrirtækið Búdrýgindi, sem framleiddi þættina Hið blómlega bú, kom að og styrkti málþingið. Í þáttunum sem tilnefndir voru til Eddu-verðlaunanna er fjallað um íslenska matarmenningu og þá möguleika sem þar leynast fyrir áhugasamt og efnilegt fólk.

 

Rjómabúið Erpsstöðum í Dölum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29