Tenglar

3. janúar 2018 | Sveinn Ragnarsson

Tafir á að Baldur komist í lag

Nú er orðið ljóst að lengri tíma tekur að gera við vél Breiðafjarðarferjunnar Baldurs en reiknað var með. Nú er það svo að bilanir gera ekki alltaf boð á undan sér, það þekkjum við sem þurfum að notast við vélknúin tæki af ýmsu tagi, og tímaáætlanir standast misvel.


Allt er þetta þekkt og á ekki að koma neinum á óvart. Þess vegna vekur dálitla furðu þar sem um samgönguæð er að ræða, að ekki skuli vera til plan B ef hún rofnar, annað en vegurinn á landi, en hann gagnast Flatey ósköp lítið.


Fram að þessu hefur því reyndar frekar verið öfugt farið, ef vegurinn hefur lokast vegna snjóa, skriðufalla eða af öðrum orsökum hefur Baldur farið aukaferðir.  


Á vef ruv.is er fjallað um þetta í dag.

 


  

Athugasemdir

Jóhannes Haraldsson, fimmtudagur 04 janar kl: 14:54

Mikið ósköp ættu Vestfirðingar góða vegi ef þeir milljarðar sem hent hefur verið út um gluggann, síðustu áratugi, hefðu verið notaðir til að byggja vegamannvirki. Og ef fréttin er rétt þá er í dag verið að borga Eimskip fyrir að sigla ekki yfir Breiðafjörð. Samningurinn greinilega gerður til þess að tryggja Sæferðum tekjur en ekki til þess að tryggja sunnanverðum Vestfjörðum samgöngur, tengingu við vegakerfið í landinu.
Það er allt of lítið gert úr því hve Baldur á stóran þátt í hve lélegt vegakerfið er um Barðastrandasýslu. Eins og menn vilji ekki styggja einhvern nágranna. Fjárausturinn í Baldur, gegnum árin, er einungis til þess að halda nokkrum stöðugildum í Stykkishólmi. Ásókn stórfyrirtækja eins og Eimskips, að kaupa fyrirtæki eins og Sæferðir, vekur mér þann ugg að þessi tilhögun verði einhverja áratugi í viðbót. Peningarnir sem ættu að fara í jarðgöngin hans Reynis Bergveinssonar, fari ´til Eimskips í staðinn.
Vonandi verður vélin í Baldri biluð sem lengst. Plan B er til staðar. Aukin þjónusta á veginum um Barðastrandasýslu.
Ferðir Baldurs hafa líka fallið niður vegna veðurs.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31