Tenglar

9. október 2010 |

Taizémessa í Reykhólakirkju

Kirkjuskóli er í Reykhólakirkju kl. ellefu í dag, laugardag. Á morgun eru svo tvær guðsþjónustur á Reykhólum. Fyrst er Taizémessa (sjá hér fyrir neðan) í Reykhólakirkju kl. 13.30 og síðan helgistund á Dvalarheimilinu Barmahlíð kl. 14.30. Prestur er sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur, organisti er Viðar Guðmundsson og kór Reykhólaprestakalls syngur.

 

Taizémessa er helg samvera, bæna- og íhugunarstund. Messuformið er einfaldara en í hinni hefðbundnu sunnudagsmessu og byggt á einföldum laglínum við stutta texta ritningarinnar. Þessi vers eru oft endurtekin og sungin til íhugunar. Form Taizémessunnar er einfalt og einlægt. Kertaljós og reykelsi og fólk finnur ilminn þegar inn kemur. Stutt ávarp er flutt en ekki eiginleg prédikun. Lestrar eru úr Davíðssálmum, bréfum Nýja testamentisins eða spámannaritunum og guðspjöllunum. Þetta form er þekkt víða um heim og kennt við þorpið Taizé sem er skammt frá Cluny í Frakklandi.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31