Tenglar

25. júlí 2008 |

„Teigsskógur ekki merkilegur“

Fjallað var um Teigsskóg við Þorskafjörð í fréttum Svæðisútvarps Vestfjarða í gærkvöldi. Á vef Svæðisútvarpsins er fréttin birt undir fyrirsögninni Teigsskógur ekki merkilegur (reyndar er Teigsskógur ekki í Reykhólasveit þó að hann sé í núverandi Reykhólahreppi, heldur er hann í Gufudalssveit):

 

„Teigsskógur í Reykhólasveit er einn af 20 stærstu skógum á Vestfjörðum. Skógar í Trostansfirði og Geirþjófsfirði gætu verið um margt merkilegri en Teigsskógur, sem nú stendur styrr um hvort leggja megi veg í gegnum vegna friðunarvilja landeigenda og náttúruverndarsamtaka. Skv. könnun sem gerð hefur verið um skóga í fjórðunginum er skógurinn í Geirþjófsfirði stærri, í Trostansfirði eru trén hærri, eða tæpir 3 metrar að meðaltali. Í Teigsskógi er meðalhæð trjáa 1,5 metri. Og segir að flestir skógar í fjórðunginum séu landnámsskógar. Málaferli eru í gangi vegna úrskurðar umhverfisráðherra að leyfa vegagerð í gegnum skóginn."

 

Vefur Svæðisútvarps Vestfjarða

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31