Tenglar

12. september 2016 |

Teigsskógur við Þorskafjörð

Ólafur Arnalds.
Ólafur Arnalds.

Sá er þetta ritar hefur aðeins kynnt sér tillögur þær sem liggja fyrir um vegalagningu um Teigsskóg og röksemdafærslur fyrir henni. Það er augljóst að bæta þarf samgöngur í Reykhólahreppi og lífæðina á milli vesturhluta Vestfjarða og Dala. Um leið skapast góð hringleið um Vestfirði sem á eftir að efla ferðamennsku og renna (líklega öðru fremur) nýjum stoðum undir byggð á Vestfjörðum. En það skiptir feykilega miklu máli hvaða leið er valin, hverju er fórnað og hverju ekki. Og forsendur þurfa að vera skýrar. Það eru þær ekki nú.

 

Þetta segir Ólafur Arnalds, náttúrufræðingur og prófessor, í ítarlegri grein sem hann sendi vefnum til birtingar undir fyrirsögninni hér að ofan, ásamt nokkrum ljósmyndum og korti. Einnig segir hann meðal annars:

  • Við lestur skýrslna Vegagerðarinnar fær maður sterklega á tilfinninguna að athuganir og skrif séu til þess ætlaðar að styðja við kost 3 (veg um Teigsskóg) án þess að aðrir kostir séu raunverulega vegnir á móti. Ljóst er að hagsmunir þéttbýliskjarnans á Reykhólum ættu að vega þungt. Með það í huga færi best á að velja kost nr. 1 (veg hjá Reykhólum um Reykjanes og brúa Þorskafjörð, ein brú). Brú yfir Þorskafjörð yrði álíka löng og brú um Gilsfjörð, en brúarhöf þyrftu að vera lengri en þar.
  • Höfnun Vegagerðarinnar á þessari leið og útlistun á vandamálum sem henni fylgja eru nokkuð sérstök og sumt jafnvel órökrétt. Brúarmannvirki yfir Þorskafjörð er ekki mikið lengra en hinar þrjár brýrnar til samans. Aðrir nýir vegir yrðu mun styttri. Heildarlengd er sambærileg samkvæmt báðum leiðum og ekki þyrfti nýjan veg nema á stuttum kafla. Að sú leið kalli síðar á þrýsting á þverun Berufjarðar (til hægri á kortinu) eru ekki rök í þessu máli.
  • Undirritaður fær ekki séð að þéttbýlið á Reykhólum sé tekið með í reikninginn eða samfélagsleg áhrif hinna ýmsu kosta. Hugsanleg þróun byggðar og fólksfjölgun á svæðinu er þó mjög tengd þessum þéttbýliskjarna.

 

Grein Ólafs í heild má lesa hér og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31