Tenglar

10. október 2011 |

Teiknuðu hendurnar á sér í sunnudagaskólanum

Hópurinn í Reykhólakirkju.
Hópurinn í Reykhólakirkju.

Sunnudagaskólinn á Reykhólum byrjaði í gær og var vel sóttur sem fyrr. Sr. Elína Hrund kom með tölvuna og skjávarpa til að geta leyft krökkunum að fylgjast með myndum þegar saga dagsins var sögð, hafa undirspil þegar sungið var og einnig til að horfa á Hafdísi og Klemma. Þau eru skemmtilegir vinir sem kenna margt til fróðleiks og gamans. Allir krakkarnir teiknuðu höndina á sér með aðstoð frá foreldrum og frænkum. Myndirnar voru síðan klipptar út og settar upp á vegg frammi í andyri. Hildur Björnsdóttir mun aðstoða sr. Elínu í vetur og einnig Harpa Eiríksdóttir. Næst verður náttfataþema þar sem allir krakkar eiga að koma í náttfötum og bangsar mega alveg koma líka.

 

Á næstunni verður skólinn í kirkjunni annan hvern sunnudag eða 23. október, 6. nóvember og 20. nóvember. Myndina tók Harpa Eiríksdóttir.

 

Vefur Reykhólaprestakalls

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30