Tenglar

10. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

Tekið frá sjúkum, öldruðum og öryrkjum ...

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

„Stóra kosningamálið að þessu sinni eru skuldir heimilanna. Krafan er að lækka skuldirnar með öllum ráðum niður í það sem þær voru fyrir hrun. Það eina sem skiptir máli er hver fær, en hver borgar er aukaatriði. Þetta er falsmynd og ber vott um sömu veruleikafirringuna og var alls ráðandi árin fyrir bankahrunið. Það er lágtekjufólkið sem axlar þungann af byrðunum ásamt öldruðum, sjúkum og öryrkjum, sama hvernig reynt er að villa um fyrir landsmönnum.“

 

Þannig hefst grein sem Kristinn H. Gunnarsson fyrrv. alþingismaður sendi vefnum til birtingar undir fyrirsögninni Tekið frá sjúkum, öldruðum og öryrkjum og gefið tekjuháum. Einnig segir hann: 

  • Stefán Ólafsson prófessor segir að heilbrigðiskerfið sé í alvarlegri hættu vegna mikils og langvarandi niðurskurðar. Það þarf greinilega að setja háar fjárhæðir þangað til þess að afstýra stórkostlegum vandræðum. Stefán veit líka, sem stjórnarformaður Tryggingastofnunar ríkisins, að aldraðir og öryrkjar hafa borið þyngstu byrðarnar síðan hrunið var. Kjör þeirra hafa með lögum verið skert óheyrilega mikið. Það ætti að vera fyrsta verkefni ríkisins þegar einhverjar viðbótartekjur koma í ríkissjóð að rétta hlut þessa hóps. Það ætti ekki að þurfa að minna á hlutskipti sjúkra eftir hrun. Væri ekki rétt að verja einhverju fé til þess að létta af þeim kostnaði, sem hefur farið vaxandi ef eitthvað er, vegna veikindanna?

Grein Kristins má lesa hér í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31