Tenglar

30. maí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Tekin til starfa við undirbúning Reykhóladaga 2013

Ingibjörg Birna, Rósamunda, Ingi Þór og Harpa í vorregni við Vatnsdalsbátinn.
Ingibjörg Birna, Rósamunda, Ingi Þór og Harpa í vorregni við Vatnsdalsbátinn.

Skipulagningu og framkvæmd Reykhóladaganna í ár, sem verða 25.-28. júlí, annast í sameiningu Ingi Þór Ágústsson og kona hans Rósamunda Baldursdóttir og voru þau á Reykhólum í dag til skrafs og ráðagerða. Þau eru bæði Ísfirðingar að uppruna og bæði rétt um fertugt, og áttu heima á Ísafirði allt þar til fyrir fjórum árum þegar þau fluttust suður.

 

Fólk er eindregið hvatt til að leggja þeim Inga Þór og Rósamundu lið með ábendingum og tillögum varðandi komandi Reykhóladaga. Það má gera í netfanginu syndarinn@gmail.com eða í s. 861 7860 (Rósamunda) og 821 8038 (Ingi Þór).

 

Ingi Þór Ágústsson lauk námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1997. Hann er nú sölu- og markaðsstjóri Mylan, sem er samheitalyfjafyrirtæki innan Icepharma. Ingi Þór hefur alla tíð verið mjög virkur í félagsmálum. Hann var formaður og framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfirðinga (HSV), átti sæti í stjórn Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) og er í framkvæmdastjórn Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ). Hann er í stjórn Sundsambands Íslands og stýrir þar landsliðsstarfinu. Var bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ í sex ár eða þangað til hann fluttist brott og var formaður bæði íþrótta- og æskulýðsnefndar og menningarmálanefndar. Var formaður undirbúningsnefndar fyrir unglingalandsmót á Ísafirði árið 2003. Kom auk þess að skipulagningu ýmissa íþrótta- og menningarviðburða í Ísafjarðarbæ og á vegum UMFÍ.

 

Rósamunda Jóna Baldursdóttir lauk á sínum tíma prófi frá Lögregluskólanum. Hún var varðstjóri í lögreglunni á Ísafirði í átta ár og starfaði þar m.a. með fíkniefnaleitarhundinn Dofra. Lauk stjórnunarnámi við Endurmenntun Háskóla Íslands og lagaprófi frá Háskólanum í Reykjavík á síðasta ári og lýkur svo meistaraprófi í lögfræði eftir áramótin.

 

Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var í gróðrarrigningu á Reykhólum í dag, eru þau Rósamunda og Ingi Þór ásamt Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur sveitarstjóra Reykhólahrepps og Hörpu Eiríksdóttur framkvæmdastjóra Báta- og hlunnindasýningarinnar. Þau eru þarna við Vatnsdalsbátinn svokallaða, endurgerð bátsleifa sem fundust í kumli frá heiðnum sið í Vatnsdal við Patreksfjörð. Smíði bátsins eftir leifunum sem fundust í kumlinu er framtak Hjalta Hafþórssonar á Reykhólum.

 

Athugasemdir

Ásta Sjöfn, fstudagur 31 ma kl: 09:54

Velkomin til starfa!

Hugrún Einarsdóttir, laugardagur 01 jn kl: 14:53

Þess má líka geta að Rósa á smá tengingu við sveitina þar sem hún var í sveit hjá mér í 3 sumur hjá mér á tvö á Gilsfjarðarbrekku og eitt í Króksfjarðarnesi. kveðja Hugrún

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31