Tenglar

3. október 2013 | vefstjori@reykholar.is

Tekjustofnar standa ekki undir skyldum sveitarfélaga

Halldór Halldórsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga.
Halldór Halldórsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga.

„Sjálfstæðir tekjustofnar sveitarfélaga hér á landi eru mun umfangsmeiri en víðast þekkist. Þannig viljum við hafa það. Sjálfstjórn sveitarfélaga ber að virða og alls ekki má draga úr henni. Þetta þýðir þó ekki að núverandi tekjustofnar dugi til að standa undir sívaxandi þjónustuskyldum sveitarfélaga. Þess vegna hefur sambandið á grundvelli stefnumörkunar landsþinga lagt áherslu á að breikka og styrkja tekjustofna sveitarfélaga. Þessu hefur verið komið ítrekað á framfæri við alþingismenn og ráðherra en ekki hefur náðst mikill árangur enn sem komið er.“

 

Þetta sagði Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, í setningarræðu sinni á fjármálaráðstefnu sambandsins, sem fram fer í Reykjavík í dag og á morgun.

 

„Við höfum verið að fara fram á hlutdeild sveitarfélaga í umferðarsköttum, sköttum af ferðaþjónustu, skattlagningu fyrirtækja og arðgreiðslum til eigenda þeirra. Einnig hlutdeild í almenna hluta tryggingagjaldsins til að standa undir síauknum kostnaði við fjárhagsaðstoð, sérstaklega vegna þeirra sem misst hafa eða hafa aldrei átt rétt til atvinnuleysisbóta og fá fjárhagsaðstoð eingöngu vegna þess að þeir eru án atvinnu. Einnig höfum við af miklum þunga í áraraðir reynt að verja aukaframlög Jöfnunarsjóðs, sérstaklega vegna sveitarfélaga sem eiga við fjárhagsörðuleika, en nú er svo komið að ekkert aukaframlag er á fjárlögum,“ sagði hann einnig.

 

Halldór sagði að því mætti aldrei gleyma að öruggasta leiðin til hækkunar á tekjum sveitarfélaga sé að hagvöxtur í landinu aukist og atvinnuleysi minnki. „Það hlýtur að vera okkar forgangsmál og ríkisstjórnin verður að gera allt sem í hennar valdi stendur til að svo geti orðið,“ sagði hann.

 

Formaðurinn kom víða við í setningarræðu sinni og fjallaði meðal annars um misjafna stöðu sveitarfélaga, fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár og áhrif þess á sveitarfélögin, ný lög um opinber fjármál, kjarasamningagerðina framundan, flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga og ágreining við ráðherra húsnæðismála.

 

► Setningarræðu Halldórs má lesa hér í heild (pdf).

         

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31