Tenglar

28. janúar 2016 |

Telja mögulegt að lækka matvöruverð á Íslandi

Bændasamtök Íslands hafa gert úttekt á þáttum sem hafa áhrif á matvöruverð og telja að verslunarfyrirtæki taki til sín of stóran hluta á kostnað neytenda og bænda. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, kynnti niðurstöðurnar í gær. Fram kom að umræða um vöruverð, einkum um verð á matvælum, er ástæðan fyrir því að ráðist var í úttektina. Bændasamtökin hafi haldið sig að mestu til hlés en nú sé tímabært að koma meira inn í umræðuna. Í úttektinni er farið yfir ýmsa þætti sem hafa áhrif á verðlag og reifað hvað þurfi að gera svo lækka megi matvöruverð á Íslandi.

 

Blaðamennirnir Helgi Bjarnason og Freyr Bjarnason fjalla ítarlega um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. Hér eru birtar nokkrar glefsur.

  • Í skýrslu Samkeppnisstofnunar um dagvörumarkaðinn sem kom út í mars í fyrra er vitnað til skýrslu Samkeppniseftirlitsins, þar sem fram kemur það mat að fákeppni ríki í smásölu á dagvörumarkaði. Fjórar verslunarkeðjur hafa samanlagt um 90% markaðshlutdeild. Sömuleiðis kemur þar fram að arðsemi dagvöruverslana hér á landi er mikil samanborið við önnur lönd og hafi farið batnandi. Arðsemi dagvörusala er talin 35-40% hér á landi en til samanburðar getið að meðalarðsemi eigin fjár hjá sambærilegum verslunum er 13% í Evrópu og 11% í Bandaríkjunum.
  • Í úttekt Bændasamtakanna kemur fram að verð á innlendum landbúnaðarafurðum hefur haldist stöðugt frá 2007 og fylgt vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að bændur hafi orðið að taka á sig aukinn kostnað við aðföng og lækkun ríkisstyrkja. Aftur á móti hafi verð á innfluttum matvælum hækkað meira og sveiflast allnokkuð.
  • Niðurstaða úttektarinnar er að með tilteknum aðgerðum sé unnt að lækka verð á matvörum. Meðal annars þurfi að tryggja að þegar árangur næst í hagræðingu í íslenskum landbúnaði skili ágóðinn sér til neytenda og bænda en ekki aðeins til fyrirtækja í verslunarrekstri. 
  • Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir af þessu tilefni, að formaður Bændasamtakanna svífist einskis til að koma höggi á sinn stærsta viðskiptavin. Hann segir málflutning Sindra um að verslunin í landinu taki of stóran hluta af kökunni til sín á kostnað neytenda og bænda koma sér á óvart.
  • „Í mínum huga er alveg ljóst að bændur og verslunin eru ekki að hagnast of mikið á þessu kerfi sem hann er talsmaður fyrir. Það eru einhverjir aðrir. Ég minni á að verslunin hefur í gegnum tíðina bætt hag neytenda stórkostlega. Bónus selur vörur á lægsta verði og það er sama verð um land allt á lágmarksálagningu. Það er með ólíkindum að þetta séu kveðjurnar frá formanni Bændasamtakanna.“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31