Tenglar

18. febrúar 2017 | Umsjón

Telur málið ekki eins borðleggjandi og virðist í fyrstu

María Maack.
María Maack.

Í framhaldi af frétt þar sem greint var frá hugmyndum um smávirkjanir sem nýti jarðhita til raforkuframleiðslu (Raforkuframleiðsla vænlegur kostur á Reykhólum?) leitaði vefurinn álits Maríu Maack náttúrufræðings, starfsmanns Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, sem þekkir mjög vel til þessara mála, einkum á Reykhólum þar sem hún er búsett. Þess má geta að hún sat málstofu Orkustofnunar, sem getið er í fréttinni, og hlýddi á fyrirlesturinn sem er grundvöllur hennar. Þetta er allt satt og rétt, segir María, en hefur þó miklar efasemdir um að virkjun af þessu tagi komi til álita á Reykhólum.

 

María segir: 

  • Aflstöðvarnar sem eru notaðar eru þeim mun dýrari per kílówatt sem þær eru minni. Hitinn á Reykhólum er rétt um 110°C. Þessi hiti er sá varmi sem dugir best til að sjóða salt og þurrka stórþörunga, - reyndar einnig til að sjóða sykur úr sykurrófum. Ef broddurinn af hitanum er tekinn í rafmagnsvinnslu, þá væri hagkvæmast að vinna rafmagn úr öllu vatninu og það gæti dugað nokkuð hundruð heimilum. En í staðinn væri hvorki saltverksmiðja né þörungaverksmiðja, því þær nýta nú bestu holurnar og hæsta hitann.
  • Það skiptir sem sagt máli að vega og meta kostina saman og velja þann sem gefur best af sér. Yrði rafmagnssalan jafn arðbær og allar afurðir þörungaverksmiðjunnar og saltverksmiðjunnar til samans? Það tapast nefnilega sama orkan í að breyta hitanum í rafmagn og sú sem nýtist í iðnaðarframleiðslunni. Hitinn sem skilar sér út frá báðum leiðum er vel nothæfur í böð og eldi og ræktun. Affallsvatnið er semsé ekki hægt að nýta til suðu, þurrkunar eða meiri rafmagnsvinnslu.
  • Eins og kemur fram á myndinni væri rafmagnsvinnslan að nýta 11% hitans, sem er svipað og verksmiðjurnar hafa gert fram til þessa. Ef rafmagnsvinnsla væri valin fram yfir þyrfti að vera tækifæri til að selja allt rafmagnið og koma því á stærra dreifikerfi. Samanburður á kostnaði og arðsemi tækifæranna við hvora nýtingu um sig þyrfti því að liggja fyrir. Ef arðsemi þess að nýta rafmagn í stað hitans að viðbættu 11% orkutapi er hærri, þá ætti að stefna á þá leið.
  • Fyrir báða kostina gildir þó að fá betri nýtingu úr affallsvatninu. Þar eru mælingar á heildarmagni varma á Reykhólum einmitt mjög mikilvægur byrjunarreitur.

____________________________

 

María Maack er líffræðingur frá Háskóla Íslands. Hún hefur einnig MSc-gráðu í stefnumótun og umhverfisstjórnun frá alþjóðlegu umhverfisstofnuninni í Lundi í Svíþjóð. Hún hefur starfað við verkefnastjórnun, rannsóknir og kynningar hjá Íslenskri NýOrku um notkun rafmagns og vetnis til samgangna. 1996-2001 rak hún ráðgjafastofuna Kríu sem beitti sér fyrir þróun í fræðandi og menningartengdri ferðaþjónustu. Hún kenndi við Leiðsöguskólann eftir áratugastarf sem leiðsögumaður um Ísland á sumrin. Hún hefur einnig kennt náttúrufræði við MR, MS og FG en á síðustu árum einbeitti hún sér að doktorsrannsóknum um rafvæðingu samgangna á Íslandi. Verkefni hennar hjá ATVEST eru tengd orku, umhverfismálum og nýsköpun í notkun náttúruauðlinda. Hún hefur skipt aðsetur á Reykhólum og á Hólmavík. (atvest.is).

 

Skot Soffíu frænku (pistlar Maríu Maack um sitthvað varðandi umhverfið og náttúruna).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31