Tenglar

14. mars 2022 | Sveinn Ragnarsson

ÞAU taka Vestfirði

1 af 2

Síðasta sumar fóru 3 listamenn í tónleikaferðalag um Vestfirði og héldu tónleika á 13 stöðum.

Þetta voru ÞAU, hljómsveit sem er skipuð söng - og leikkonunni Rakel Björk Björnsdóttur og tónlistarmanninum Garðari Borgþórssyni, ásamt Ingimar Ingimarssyni organista á Reykhólum.Tónleikaröðina kölluðu þau Fáheyrt.

 

ÞAU og þau fluttu frumsamin lög við ljóð vestfirskra skálda, meðal þeirra eru Guðmundur Ingi Kristjánsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Halla skáldkona á Laugabóli, Jakobína Sigurðardóttir, Herdís og Ólína Andrésardætur, Jón úr Vör, Ólína Þorvarðardóttir og Steinn Steinarr.

 

Lokatónleikarnir voru í Reykhólakirkju og voru jafnframt eitt af atriðum á dagskrá Reykhóladaga.

 

Nú er efnið af tónleikunum komið út á plötu, á Spotify og helstu streymisveitum og ber hún nafnið „ÞAU taka Vestfirði“.

Útgáfutónleikar verða í Bæjarbíói Hafnarfirði 6. apríl. Miðasala er á tix.is.

Facebook síða ÞEIRRA er hér.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31