Tenglar

13. júlí 2017 | Sveinn Ragnarsson

Þá er komið að því... !

Umfangsmiklu viðhaldi við sundlaugina er loks að ljúka! Töluvert var orðið um bilanir í búnaði laugarinnar, og þó enn megi bæta margt er laugin að verða starfhæf á ný. Hugmyndin var að þetta viðhald myndi bíða fram á haust, en leki á þrýstikút í tækjarými laugarinnar var farinn að valda það miklum raka að myndun klórgass var komin á það stig að ekki var boðlegt annað en að grípa inní.

Nú er búið að bæta þrýstikútinn sem lak, skipta út fjörgömlum mótorlokum sem stjórnuðu hitastigi heitu pottanna ásamt því að laugin var þrifin og máluð.

Nú eru starfsmenn laugarinnar að ljúka skyldubundnu skyndihjálparnámskeiði og sundprófi, og í framhaldinu verður laugin opnuð aftur núna á Freysdag (föstudag fyrir þá sem ekki þekkja fornu dagaheitin). Opið verður frá 9:00 til 21:00 alla daga, nema annað sé auglýst!

 

Sjáumst á Freysdag!

Jónatan - forstöðumaður Grettislaugar

 


  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31