9. júlí 2009 |
Það besta í menningu og mat á suðursvæði Vestfjarða
Um komandi helgi eða frá föstudagskvöldi og fram á sunnudag fer fram matar- og tónlistarhátíðin Matur og menning í Vesturbyggð 2009. Hátíðinni er ætlað að hampa því besta í menningu og mat á suðursvæði Vestfjarða og tengja saman heimamenn og ferðamenn, vestfirska tónlistarmenn í fortíð, nútíð og framtíð, ásamt því að leiða saman atvinnumenn og leikmenn í tónlistarflutningi á sem breiðustum tónlistargrundvelli. Hátíðin er styrkt af Menningarráði Vestfjarða.
Dagskrá hátíðarinnar er afar fjölbreytt og má sjá hana hér.