Tenglar

27. júlí 2008 |

Það er gott að búa á Reykhólum ...

Eiríkur tekur pásu meðan smellt er af ...
Eiríkur tekur pásu meðan smellt er af ...
1 af 2

Öfugt við það sem gerist víða um land er jafnan skortur á húsnæði á Reykhólum. Þó er alltaf verið að byggja og ekki aðeins íbúðarhús. Núna er einmitt bílskúr í smíðum við Hellisbrautina þar sem Eiríkur Kristjánsson húsasmiður og Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir kennari búa ásamt börnum sínum. Hæg eru heimatökin hjá sjálfum húsasmiðnum þó að hann verði helst að grípa í verkið um helgar og á kvöldin vegna annríkis við önnur verkefni.

 

Um síðustu helgi var getið hér um „mildan málningareim" sem lagði um Reykhólaþorp. Þá var Eiríkur að mála þakið á íbúðarhúsinu fagurrautt eins og sést á mynd nr. 2.

 

Ef ónefndur bæjarstjóri í Kópavogi ætti heima í þessu litla og hlýlega þorpi við Breiðafjörðinn, þá er ekki ósennilegt að hann segði með djúpri raust: Það er gott að búa á Reykhólum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30