Tenglar

30. janúar 2016 |

Það sést á kúnni ef hún er með verki

Séu kýr með verki einhvers staðar eiga þær auðvitað ekki sérlega auðvelt með að láta vita um slíkt. Nú hafa danskir vísindamenn sett fram handhægar leiðbeiningar svo finna megi kýr með verki og gefa þeim þá verkjastillandi. Það má nefnilega sjá það á svipbrigðum kýrinnar hvort hún sé þjökuð af verkjum eða ekki.

 

Þetta kemur fram í niðurstöðum Karina Gleerup hjá Kaupmannahafnarháskóla. Rannsókn hennar sýndi fram á að kýrin sýnir mismunandi svipbrigði eftir því hve mikla verki hún hefur. Svipbrigðin eru nánast alltaf eins á milli kúa og því er hægt að búa til kvarða sem segir til um hversu miklir verkirnir eru.

 

Nánar hér á vef Landssambands kúabænda

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31