Tenglar

27. apríl 2014 | vefstjori@reykholar.is

Það þarf að opna landið fyrir fólkið

Sauðfé á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Nánar neðst í meginmáli.
Sauðfé á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Nánar neðst í meginmáli.

Ríkisjarðir á Vestfjörðum, sem ekki eru nýttar í dag, verði auglýstar lausar til ábúðar eða notkunar í ýmsu atvinnuskyni. Stjórnvöld beiti sér einnig ákveðið fyrir því að jarðir í einkaeign, sem ekki eru í notkun, verði nýttar á ýmsan markvissan hátt. Kemur þar margt til greina sé rétt að staðið. Það hefur til dæmis verið sannað, að hægt er með ótrúlegum árangri að rækta bleikju og regnbogasilung í hinum ísköldu vestfirsku ám og vötnum. Meira að segja í bæjarlæknum. Hér gæti orðið um vistvæna vestfirska stóriðju að ræða ef menn vilja. Tækifærin blasa við öllum sem vilja sjá. Það þarf að opna landið fyrir fólkið.

 

Ofanritað er ein af ályktunum um atvinnumál, sem samþykktar voru á aðalfundi Búnaðarfélagi Auðkúluhrepps við Arnarfjörð, sem haldinn var í Mjólkárvirkjun síðasta vetrardag.

 

Myndin fylgdi fréttatilkynningu frá Búnaðarfélagi Auðkúluhrepps og jafnframt eftirfarandi texti: Frá Hrafnseyri við Arnarfjörð á þeim tíma er einstaklingur rak þar myndarlegt sauðfjárbú. Nú er þar eyðibýli í sinu á vegum þess opinbera. Ljósm. Valdís Veturliðadóttir.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31