Tenglar

1. júlí 2015 |

Þakkað fyrir vel unnin störf

Ingibjörg Birna, Karl og Egill á skrifstofu Reykhólahrepps í gær.
Ingibjörg Birna, Karl og Egill á skrifstofu Reykhólahrepps í gær.

Egill Sigurgeirsson á Mávavatni lét í gær af starfi umsjónarmanns fasteigna Reykhólahrepps, sem hann hafði gegnt í tólf ár. Á þeim tíma hefur margt verið framkvæmt í sveitarfélaginu sem Egill hefur komið að á einn eða annan hátt. Má þar nefna byggingu íþróttahússins á Reykhólum, byggingu raðhúsa við Hólatröð, sjóvarnargarð, framkvæmdir við núverandi húsnæði leikskóla og bókasafns, lokun sorpsvæðis í Króksfjarðarnesi, endurvinnslustöð á Reykhólum og slökkvistöð, ásamt öllu því viðhaldi og eftirliti sem heyrir undir starfið. Auk umsjónar með fasteignum sveitarfélagsins má meðal annars nefna umsjón með höfn og hafnarumferð og vatnsveitu Reykhólahrepps og Króksfjarðarness.

 

„Egill þekkir innviði sveitarfélagsins vel og hefur sinnt starfi umsjónarmanns fasteigna sérlega vel,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. Á meðfylgjandi mynd er Egill (með blómvöndinn) ásamt Ingibjörgu Birnu og Karli Kristjánssyni oddvita, sem þökkuðu honum vel unnin störf. Myndina tók Hjalti Hafþórsson, sem þarna tók jafnframt við starfinu sem Egill var að láta af.

 

Athugasemdir

Einar Örn Thorlacius fyrrv. sveitarstjóri Reykhólahrepps, mivikudagur 01 jl kl: 13:00

Ég réð Egil til starfa í sveitarstjóratíð minni árið 2003. Hann hefur unnið gott starf og ég óska Hjalta velfarnaðar.

María, mivikudagur 01 jl kl: 15:02

Skrítið að merkja við líka við í þessu tilfelli. Ef Agli líkar ástandið þá líkar mér það líka. Og ekki er ég ósáttari með að Hjalti hafi fengið þessa mikilvægu vinnu. Þá er enn komið að þvi að útvega þarf matráð í nokkrar hlutastöður... Þetta er nú meira hringekjusamfélagið hér á Reykhólum!

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31