Tenglar

6. ágúst 2012 |

Þakkir frá sveitarstjóra vegna Reykhóladaga

Ingibjörg Birna í góðum hópi í einstakri blíðu á Reykhóladögum 2012.
Ingibjörg Birna í góðum hópi í einstakri blíðu á Reykhóladögum 2012.

„Reykhóladagarnir tókust frábærlega og má þakka það ótakmörkuðum áhuga ferðamálafulltrúans Hörpu Eiríksdótttur og aðstoðarfólks hennar,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. „Þátttakan var glæsileg, Reykhólar skörtuðu sínu fínasta í sól og yndislegu veðri, stoltir íbúar tóku á móti gestum og áttu með þeim glaða daga.“

 

Sveitarstjóri vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu að Reykhóladögum á einn eða annan hátt. Og ekki síður til allra þeirra sem lögðu leið sína á Reykhóla þessa daga og áttu góðar stundir með heimafólki.

 

Minnt skal á fjórar syrpur af myndum frá Reykhóladögum, samtals 216 myndir, undir Ljósmyndir / Myndasyrpur í valmyndinni hér vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31