Tenglar

11. maí 2020 | Sveinn Ragnarsson

Þangvertíð hafin

Klóþang
Klóþang
1 af 8

Þangvertíð er hafin hjá Þörungaverksmiðjunni og fer vel af stað. Grettir, öflunar- og flutningaskip verksmiðjunnar er nýkominn úr slipp og þangsláttuprammar og bátar sem notaðir eru við öflunina hafa verið yfirfarnir og lagaðir undanfarið.

 

Þetta er heldur seinna en venjulega sem vertíðin byrjar, en oft er farið af stað í apríl, en dæmi eru um að ekki hafi verið byrjað fyrr en í júní, það eru þó undantekningar.

 

Þangöflunin er í nokkuð föstum skorðum, verktakar sjá um hana, þeir leigja sláttuprammana af Þörungaverksmiðjunni, og hún kaupir af þeim þangið.

 

Þangsláttugengin eru 2, að þeim standa menn með gríðarmikla reynslu og þekkingu á svæðinu og sláttulöndum. Annars vegar eru þeir Jóhannes Haraldsson og Egill Sigurgeirsson, sem hafa áratuga reynslu af þangslætti, og hins vegar Játvarður Jökull Atlason og Kári Geir Jensson undir nafni JáKá þangöflunar ehf. og með þeim 2 menn, Baldur Guðmundsson og Hjalti Ragnar Arnórsson, sem nú er starfsmaður í þjálfun eins og það er stundum kallað. Þeir JáKá-menn eru að slá hjá Purkey núna og gengur vel. Jóhannes og Egill eru með sína útgerð í Reykhólaeyjunum.

 

Á Gretti, skipi verksmiðjunnar, er nýtekinn  við sem skipstjóri Björn Samúelsson sem verið hefur vélstjóri um árabil.

 

Um þessi vorverk o.fl. er einnig hægt að lesa á heimasíðu Þörungaverksmiðjunnar.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31