Tenglar

28. nóvember 2013 | vefstjori@reykholar.is

Þangvertíðinni lokið og framleiðslan seld fyrirfram

Þangpokum skipað á land úr Gretti í Reykhólahöfn í fyrrasumar.
Þangpokum skipað á land úr Gretti í Reykhólahöfn í fyrrasumar.
1 af 2

Þangslætti hjá Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum er lokið þetta árið. Alls voru slegin um 14 þúsund tonn á vertíðinni, sem alla jafna stendur frá miðjum apríl til októberloka. Vegna góðs tíðarfars teygðist vertíðin fram í miðjan nóvember, sem kom sér vel þar sem vinnsla lá niðri í fjórar vikur í sumar. Framundan næstu mánuðina er mjölvinnsla úr hrossaþara sem Grettir, skip félagsins, mun sækja í Breiðafjörð með þar til gerðum plógi í vetur.

 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

 

Fjárfest fyrir hátt í hundrað milljónir króna

Að sögn Garðars Jónssonar, starfandi framkvæmdastjóra, er afkoma af þangvertíðinni í ár vel viðunandi þrátt fyrir að hvorki væri slegið né framleitt mjöl í fjórar vikur í sumar vegna vinnu við viðhald og endurnýjun á ýmsum búnaði fyrirtækisins. Nærri lætur að á þessu ári hafi verið fjárfest fyrir hátt í 100 milljónir króna, m.a. í nýjum stjórnbúnaði og rafkerfi í verksmiðjunni, sem var að stofni til frá árinu 1973. Einnig var fjárfest í verkefnum sem lúta að öryggis-, gæða- og umhverfiskröfum og var verksmiðjan t.d. girt af og tekin upp rafræn aðgangsstýring að verksmiðjusvæðinu.

 

Annar ekki eftirspurn erlendis

Öll framleiðsla Þörungaverksmiðjunnar er seld fyrirfram og eftirspurn erlendis er meiri en unnt er að anna. Markaðir sem lokuðust í efnahagskreppunni eru smám saman að taka við sér á ný, m.a. í Japan, Indlandi og Suður-Afríku, segir í tilkynningunni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31