„Þar sem hjartað slær“
Ég flutti úr borginni nítján ára gömul og bjó lengst á Patreksfirði eða í 32 ár. Síðan flutti ég til Keflavíkur og þaðan til Reykhóla. Ég hef skrifað í nokkur ár og samið ljóð og vísur fyrir vini og kunningja.
Snemma byrjaði ég að semja ljóð og fann þar leið til þess að tjá það sem kom upp í hugann. Um þessar mundir er ég að dunda mér við að skrifa tvær bækur fyrir utan aðra ljóðabók. Ég veit ekki hvenær ég kem því í verk að koma þeim út en það verður vonandi á nýju ári.
Núna vinn ég í Barmahlíð á Reykhólum og líkar það afskaplega vel. Hér er bara gott fólk og gott að vera. Ég er menntaður sjúkraliði og nuddmeistari og svæðanuddari. Á Patreksfirði vann ég mestmegnis á sjúkrahúsinu við ýmis störf.
Áhugamálið mitt er að skrifa. Auk þess hefur leikhúsið alla tíð heillað mig, ég hef leikið mikið og verið mikið í leikhúslífinu.
sigfrid Berglind Thorlacius, mnudagur 08 nvember kl: 16:48
mamma min þetta er flott knus og koss og til hamingju aftur :O)