Þaraböðin á Reykhólum opnuð
Þaraböð Svanhildar Sigurðardóttur á Reykhólum verða opnuð núna kl. 13 í dag eftir langan og vandaðan undirbúning. Þau verða hluti af Sjávarsmiðjunni rétt neðan við Kaupfélagshúsið gamla á Reykhólum og fyrsti hluti hennar sem kemst í gagnið. Þar er nú unnið af fullum krafti við standsetningu gamals og merkilegs húss. Í fyllingu tímans verður þar hægt að fá margs konar varning úr náttúru héraðsins. Jafnframt verður til sölu kaffi, te og vöfflur.
Myndin af Svanhildi og þarapottunum var tekin núna um hádegisbilið. Vinstra megin sést hluti af nýsmíðuðum búnings- og baðklefum. Smellið á myndina til að stækka hana.
Harpa Eiríksdóttir, fstudagur 01 jl kl: 12:56
frábært framtak og verður gaman að vinna með ykkur í framtíðinni. Þetta er merkur dagur í sveitinni í dag.