Tenglar

24. janúar 2019 | Sveinn Ragnarsson

Þaraöflun í fullum gangi

Grettir leggst að bryggju
Grettir leggst að bryggju
1 af 6

Núna undir kvöldið var Grettir BA 39, öflunarskip Þörungaverksmiðjunnar að koma í höfn með dagsafla af þara, í þetta skiptið 50 – 60 tonn. Þarann sækja þeir yfir á Fagureyjarmið, það er austur af Akureyjum,  út af Fagradal á Skarðsströnd.

 

Þarinn sem er slæddur upp þar, er hrossaþari (laminaria digitata). Hann vex á 2 – 10 m. dýpi, mesta uppskera er á u.þ.b. 6 m. dýpi.

Hrossaþari vex í Atlantshafi frá Grænlandi suður til Cape Cod á austur- strönd Bandaríkjanna, og frá Rússlandi til Frakklands og við Bretlandseyjar. Hrossaþari myndar stórar breiður á hafsbotni og getur verið ríkjandi þörungategund. Hann vex mjög hratt miðað við aðrar þörungategundir. Hann er viðkvæmur fyrir beit ígulkerja.

 

Úr þaranum er framleitt mjöl sem notað er í alls konar vörur, dýrafóður, fæðubótarefni, snyrtivörur, svo eitthvað sé nefnt og ekki má gleyma þaraböðunum á Reykhólum.

 

Á 18. öld var hrossaþari brenndur til að einangra úr honum pottösku sem var notuð við glergerð, og á 19. öld var unnið joð úr hrossaþara.

 

Þaraöflun er stunduð á tímabilinu frá nóvember til apríl. Heildarmagn sem aflað er á ári er um 4000 tonn, en úr því fást um 700 tonn af mjöli.

 

  

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31