Tenglar

22. september 2009 |

„Þarna er Bylgja sem drapst í fyrra“

Ærin Bylgja í fullu fjöri.
Ærin Bylgja í fullu fjöri.
Ærin á myndinni fór á fjall í fyrravor með eitt lamb en um haustið skilaði hún sér ekki af fjalli. Að minnsta kosti skilaði hún sér ekki til eigandans, Indiönu Ólafsdóttur á Reykhólum. Lambið skilaði sér hins vegar en ærin var talin af. Hugsanlega hefði hún orðið afvelta og drepist, eins og stundum hendir sauðfé. Það hafði einmitt hent þessa kind að verða afvelta þegar hún var veturgömul og þá laskaði hún á sér eyrað, eins og sjá má á myndinni. Á sunnudaginn var réttað í Kinnarstaðarétt í Reykhólasveit og þá birtist kindin, sem er auðþekkt á bæjarnúmeri og ekki síður í útliti. „Þarna er Bylgja sem drapst í fyrra", sagði eigandinn við nærstaddan mann.

 

Nú er spurning hverjum Indiana skuldar fyrir fóðrun á kindinni síðasta vetur og vor. Bæði hefur hún verið rúin og hún hefur eignast lamb á liðnu vori. Nema hún sé afturgengin?

 

Athugasemdir

Guðbjörg Sigurðardóttir, rijudagur 22 september kl: 15:19

Er ekki refsingar fyrir sauðaþjófnað margar blaðsíður í lagasöfnum landsins ,
og mesta refsingin "Brimarhólmsvist " ????

Hugrún Einarsdóttir, rijudagur 22 september kl: 15:52

Já svona gerist þetta í sveitinni minni, fékk eitt sinn tvævetlu af fjalli sem hafði ekki skilað sér haustið áður.....ekki hafði hún bara eignast lamb og verið rúin heldur hafði líka verið sett í hana númeraplata (ekki samt með bæjarmerkinu á heldur gamaldags álmerki) ... bið að heilsa fyrrverandi sveitungum

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30