Tenglar

27. desember 2011 |

Þegar Guðný Sæbjörg hitti sjálfan Mugison

Guðný Sæbjörg og Mugison.
Guðný Sæbjörg og Mugison.
1 af 2

Mugison hefur heldur betur verið í fréttum að undanförnu. Reyndar ekki að ástæðulausu og hreint ekki í fyrsta sinn. Þegar Guðný Sæbjörg Jónsdóttir á Reykhólum var stödd á Ísafirði fyrir jólin fór hún í búð til að kaupa nýja diskinn hans. Þá hittist svo á, að Mugison var sjálfur í búðinni ýmist að spila og syngja eða árita diskinn fyrir alla sem vildu. Myndin var tekin þegar listamaðurinn var búinn að árita diskinn sem Guðný keypti af honum til að gefa Hrefnu systur sinni í jólagjöf.

 

Listamannsnafnið Mugison á nokkuð sérstæðan uppruna en réttu nafni heitir maðurinn Örn Elías Guðmundsson. Faðir hans, Guðmundur M. Kristjánsson skipstjóri úr Bolungarvík, sem mörg undanfarin ár hefur verið hafnarstjóri á Ísafirði, hefur alla tíð verið kallaður gælunafninu Muggi. Hann var um árabil í ýmsum þróunarlöndum að kenna heimamönnum nútímatækni við fiskveiðar, meðal annars í Austurlöndum fjær. Þar var hann kallaður „Mugi“ og söng iðulega á næturklúbbum undir því nafni. Þegar sonurinn dvaldist þarna hjá honum og tók lagið með pabba sínum var hann kallaður Mugison en faðirinn hlaut gælunafnið Mugipapa eða Papamug. Síðar urðu þeir feðgar kjölfestan í tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður sem hefur verið árviss á Ísafirði allt frá 2004.

 

Þeir sem kynnst hafa þessum feðgum, hvort heldur er á heimaslóðum þeirra fyrir vestan eða annars staðar, vita að þeir eru báðir sérlega léttir og ljúfir og skemmtilegir menn.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30